Fara í innihald

Túniski þjóðarsamræðukvartettinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fulltrúar Þjóðarsamræðukvartettsins á ráðstefnu í Vín árið 2016.

Túniski þjóðarsamræðukvartettinn (arabíska: الرباعي التونسي للحوار الوطني‎, franska: Quartet du dialogue national) eða Túniskvartettinn er hópur fjögurra samtaka sem unnu saman að því að stofna til lýðræðislegs fjölflokkakerfis í Túnis eftir túnisku byltinguna árið 2011. Eftir byltinguna var alls óvíst að lýðræði gæti orðið til í landinu og landið rambaði á barmi borgarastyrjaldar líkt og mörg önnur lönd sem höfðu farið í gegnum byltingu í arabíska vorinu.[1] Þjóðarsamræðukvartettinn átti drjúgan þátt í því að stýra landinu í átt að lýðræði eftir byltinguna og er túniska byltingin fyrir vikið gjarnan talin sú farsælasta sem braust út í arabíska vorinu.

Kvartettinn var stofnaður sumarið 2013 og vann til friðarverðlauna Nóbels árið 2015. Nóbelsverðlaunanefndin sagði kvartettinn hafa „komið á friðsamlegu, pólitísku ferli þegar landið var á barmi borgarastyrjaldar. Þannig hafi tekist að koma á stjórnkerfi í landinu sem tryggi mannréttindi allra borgaranna, burtséð frá kyni, stjórnmála- eða trúarskoðunum.“[1]

Þjóðarsamræðukvartettinn telur til sín eftirfarandi stofnanir:

  • Verkalýðshreyfingu Túnis (UGTT eða Union Générale Tunisienne du Travail)
  • Iðnaðar-, viðskipta og handiðnahreyfingu Túnis (UTICA eða Union Tunisienne de l’Industrie, du Commerce et de l’Artisanat)
  • Mannréttindabandalag Túnis (LTDH eða La Ligue Tunisienne pour la Défense des Droits de l’Homme)
  • Lögmannaráð Túnis (Ordre National des Avocats de Tunisie)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Túnis-kvartettinn hlýtur Friðarverðlaun Nóbels“. Vísir. 9. október 2015. Sótt 1. október 2018.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy