Fara í innihald

Stjörnutími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stjörnutími er tímakvarði sem byggist á snúningi Jarðar miðað við fastastjörnur á himni, ólíkt sólartíma sem miðast við afstöðu sólarinnar. Á tiltekinni athugunarstöð verður sama stjarna nokkurn veginn á sama stað á himninum á sama stjörnutíma.

Vegna pólriðu er raunverulegur stjörnudagur ekki alveg reglulegur en meðalstjörnudagur er 23 klukkustundir, 56 mínútur og 4,0916 sekúndur að lengd. Hann er því um 3 mínútum og 56 sekúndum styttri en sólarhringurinn.

Eitt stjörnuár er sá tími sem það tekur sólina að birtast á sama stað á himninum. Það er um 6 tímum og 9,1626 mínútum lengra en almanaksárið og 20 mínútum 24,5128 sekúndum lengra en hvarfár. Munurinn stafar af möndulveltu jarðar og flutningi vor- og haustpunktanna vegna hennar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy