Fara í innihald

Apollonia (Illyríu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rústir Apolloniu.

Apollonia (forngríska: κατ' Εριδαμνον eða προς Εριδαμνω) var hafnarborg í Illyríu á bakka árinnar Aous nálægt þeim stað þar sem nú stendur borgin Fier í Albaníu. Borgin var stofnuð 588 f.Kr. af grískum landnemum frá Kerkýru (nú Korfú) og Kórinþu. Borgin var nefnd eftir guðinum Apollóni.

Borgin hagnaðist á þrælaverslun og vegna stórrar hafnaraðstöðu.

Um tíma var borgin hluti af ríki Pyrrosar frá Epírus en þegar árið 229 f.Kr. komst hún undir vald Rómverska lýðveldisins. 148 f.Kr. varð hún hluti af rómverska skattlandinu Makedóníu og síðar Epírus. Ágústus keisari lærði í Apolloniu hjá Aþenódórusi frá Tarsus árið 44 f.Kr.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy