Fara í innihald

Forngríska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forngríska
gríska
Málsvæði Útdautt, breyttist í nýgrísku
Heimshluti Við austanvert Miðjarðarhaf
Fjöldi málhafa útdautt
Ætt Indóevrópsk
 Gríska
  Forngríska
Tungumálakóðar
ISO 639-2 grc
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Forngríska er það tímabil í grískri málsögu sem samsvarar klassískri fornöld. Tímabilinu má skipta gróflega í fjögur smærri tímabil: mýkenskan tíma, snemmgrískan tíma, klassískan tíma og síðklassískan tíma eða síðfornöld.

Gríska er indóevrópskt tungumál

Mállýskur

[breyta | breyta frumkóða]

Gríska var farin að greinast í ólíkar mállýskur áður en grískumælandi hópar fólks settust fyrst að í Grikklandi en þó ekki að fullu fyrr en eftir landnámið.

Venjulega eru mállýskur snemmgríska og klassíska tímans flokkaðar í fjóra eða fimm mállýskuhópa:

Arkadísku-kýpversku mállýskurnar virðast vera skyldastar mýkenískri grísku, sem er elsta skráða málstig grískunnar, talað á meginlandi Grikklands og á Krít um 16.-11. öld f.Kr.; sennilega eru arkadísku-kýpversku mállýskurnar komnar af mýkensku mállýskunni. Norðvestur-grísku mállýskurnar eða dórísku mállýskurnar eru mest frábrugðnar öllum hinum. Deilt er um tengsl milli æólísku og attísku-jónísku mállýskanna á elsta stigi þeirra.

Umtalsverð áhrif mállýskanna hver á aðra gera að verkum að erfitt er að vita með vissu hvernig tengslum er háttað á milli þeirra.

Eftir landvinninga Alexanders mikla á 4. öld f.Kr. varð til ný stöðluð mállýska sem er nefnd koine eða samgríska mállýskan, sem var að mestu leyti byggð á attísku en í afar einfölduðu formi og undir áhrifum frá ýmsum öðrum mállýskum.

Bókmenntamállýskur

[breyta | breyta frumkóða]

Forngrískar bókmenntir voru einungis skrifaðar á nokkrum mállýskum. Elstu bókmenntir Grikkja eru Hómerskviður en þær voru samdar á tilbúinni mállýsku, sem er oftast nefnd „hómerísk“ gríska og er blanda af jónískri grísku og (í minna mæli) æólískri grísku auk nokkurra skáldlegra séreinkenna. Grískur kveðskapur var áfram saminn á æólísku (m.a. lesbísku) og jónísku, og síðar á attísku (harmleikir) en kórljóð voru þó ætíð höfð á dórísku. Bókmenntir á óbundnu máli voru samdar á jónísku og attísku. Sumir gamanleikir endurspegla aðrar mállýskur.

Frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Buck, Carl Darling, The Greek Dialects (London: Duckworth, 2003). ISBN 1-85399-556-8
  • Palmer, Leonard R., The Greek Language (Oklahoma: University of Oklahoma Press, 1996). ISBN 0-8061-2844-5
  • „Er einhver munur á forngrísku og nýgrísku?“. Vísindavefurinn.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy