Fara í innihald

Ljóðlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 5. mars 2010 kl. 00:42 eftir SieBot (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. mars 2010 kl. 00:42 eftir SieBot (spjall | framlög) (robot Bæti við: be-x-old:Паэзія, te:కవి)
Ferskeytla sem eignuð er Gaozong keisara Songveldisins í Kína.

Ljóðlist er listgrein þar sem fagurfræði tungumálsins er í forgrunni, og meiri áhersla er lögð á uppsetningu og hrynjandi heldur en efnislegt innihald textans. Verk sem samin eru af ljóðskáldum nefnast ljóð.

Ljóðlist á sér langa sögu og eldri tilraunir til skilgreiningar (t.d. í verkum Aristótelesar) fjölluðu aðallega um framburð í leikritum, sem oft voru flutt í bundnu máli. Áhersla á hrynjandi og rím óx og var mikilvægur þáttur í skilgreiningu ljóðlistar á miðöldum. Frá miðri 20. öldinni hefur skilgreiningin verið útvíkkuð talsvert og skáldskapur í óbundnu máli getur fallið undir skilgreininguna að því gefnu að áhersla sé lögð á fagurfræði málsins.

Þótt skilgreiningin á ljóðum og ljóðlist hafi verið útvíkkuð í seinni tíð eru þó enn til afbrigði ljóðlistar sem lúta mjög ströngum bragfæðilegum reglum. Dæmi um það eru íslenska ferskeytlan og japanska ljóðformið haiku.

Tengill

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Snið:Tengill ÚG

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy