Fara í innihald

Vigo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfn og miðbær Vigo.
Stórborgarsvæði Vigo.

Vigo er borg og sveitarfélag í sýslunni Pontevedra í spænska sjálfstjórnarhéraðinu Galisíu. Borgin er sú fjölmennasta í héraðinu með tæpa 200.000 íbúa en í sveitarfélaginu eru um 292.000 íbúa (2016). Vigo er í suðvestur-Galisíu, rétt norður af Portúgal. Rigningarsamt er í borginni og er ársúrkoma um 1800 mm.

Vigo taldist til þorps ekki fyrr en á 15. öld. Á 16. og 17. öld var ráðist á Vigo af sjó. Francis Drake tók borgina höndum frá 1585 til 1589 og skildi eftir sig brennd hús. Tyrkneskur floti reyndi að ráðast á borgina áratugum síðar. Fillippus IV spánarkonungur lét því byggja virki um borgina um miðja 17.öld. Bretar og Frakkar hertóku einnig borgina í stuttan tíma í byrjun 18. aldar annars vegar og 19. aldar hins vegar. Vigo óx hratt á 19. og 20. öld. Þar hefur byggst upp mikill iðnaður, fiskvinnsla, skipa-, og bílaverksmiðjur. Celta de Vigo er knattspyrnulið borgarinnar.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy