Fara í innihald

Víkingaöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Langskip. Framfarir í skipasmíði voru ein helsta forsenda útrásar víkinga.

Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Tímabilið einkenndist af mikilli útrás sæfara frá Norðurlöndum sem bæði stunduðu verslun og strandhögg (ránsferðir) og síðar landnám í mismiklum mæli. Upphaf víkingaaldar er miðað við fyrstu skjalfestu árás víkinga á England, árásinni á Lindisfarne árið 793, og henni lauk með ósigri Haraldar harðráða Noregskonungs á Englandi 1066.

Víkingar frá því svæði sem síðar varð Danmörk herjuðu mest á strendur Englands, Fríslands og Frakklands, en þeir sem komu frá því svæði er síðar varð Noregur sigldu mest til Skotlands, Orkneyja, Írlands, Færeyja, Íslands og Grænlands. Sænskir víkingar fóru mest í Austurveg, allt suður til Býsans.

Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið:

Á fyrri hluta þessa tímabils skiptust Norðurlönd í litlar stjórnsýslueiningar undir stjórn höfðingja eða smákonunga. Um 1000 fara að myndast stærri yfirráðasvæði eða ríki sem síðar festu sig í sessi.

Víkingaöldin er hluti af miðöldum í Evrópu, en á Norðurlöndum teljast miðaldir hefjast við lok víkingaaldar.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy