Fara í innihald

Sermersooq

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sermersooq-sveitarfélagið á Grænlandskortinu

Sermersooq (opinbert nafn á grænlensku: Kommuneqarfik Sermersooq) er sveitarfélag á suðvestur- og austurströnd Grænlands sem stofnað var 1. janúar 2009.[1]. Innan sveitarfélagsins er Nuuk, höfuðstaður Grænlands. Íbúafjöldi var um 24.000 árið 2022 og er þetta fjölmennasta sveitarfélag landsins. Það nær yfir byggðarlögin (og samnefnd fyrrverandi sveitarfélög) Ammassalik og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, og Ivittuut, Nuuk og Paamiut á suðausturströndinni.

Sveitarfélagið er 635.600 km²[2] að flatarmáli og er það næstvíðfeðmasta sveitarfélag í heimi eftir Avannaata. Að sunnan liggur það að sveitarfélaginu Kujalleq.

Í norðvestri liggur Sermersooq að sveitarfélaginu Qeqqata, og enn norðar að Qaasuitsup-sveitarfélaginu. Í norðri liggur það að Þjóðgarði Grænlands. Eina samgönguleiðin milli austur- og vesturhluta sveitarfélagsins er reglubundið flug flugfélagsins Air Greenland.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Landstingslov nr. 15 af 5. december 2008 om Grønlands inddeling i landsdele og kommunet | http://www.lovgivning.gl/gh.gl-love/dk/2008/ltl/ltl_nr_15-2008_kom_inddel/ltl_nr_15-2008_dk.htm Geymt 29 júní 2009 í Wayback Machine
  2. [Kanukoka sameiginlegur vefur grænlensku sveitarfélagana http://www.kanukoka.gl/12630 Geymt 24 september 2008 í Wayback Machine]
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy