Fara í innihald

Neðanjarðarlest

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar
Hluti neðanjarðarlestakerfis Santiago í Síle ofar jörðu

Neðanjarðarlest eða borgarlest er lestarkerfi sem notað er í borgum og á þéttbýlissvæðum. Neðanjarðarlestir geta borið mikinn fjölda farþega og ferðatíðni er há. Elsta neðanjarðarlestakerfi í heimi er Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar sem opnað var árið 1863 og er enn þann dag í dag eitt umfangsmesta neðanjarðarlestakerfi í heimi.

Í borgum eins og Berlín, Tókýó og London eru neðanjarðarlestakerfi það viðamikil að meirihluti borgara nota það sem aðalsamgöngumáta. Neðanjarðarlestakerfi Tókýóborgar er viðamesta neðanjarðarlestakerfi í heimi og ferðast 7 milljón farþegar með því daglega. Í Evrópu eru Lundúnir og Madrid með stærstu kerfin og Moskva og París með hæsta farþegafjöldann [heimild vantar]. Í Bandaríkjunum er New York-borg með langflesta farþega en einnig ferðast margir með neðanjarðarlestum í Chicago, Boston, Washington D.C. og Philadelphiu.

Borgir í Bandaríkjunum eru almennt dreifbýlli heldur en borgir í Evrópu og í mörgum borgum er einkabíllinn aðal samgöngumátinn. Í slíkum borgum ná neðanjarðarlestakerfi því oft ekki að festa sig í sessi. Gott dæmi um slíkar borgir eru Los Angeles, Dallas og Houston.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy