Fara í innihald

Miðjarðarhafið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samsett gervihnattarmynd af Miðjarðarhafinu

Miðjarðarhafið er innhaf sem tengist Atlantshafinu um Gíbraltarsund. Hafið liggur að þremur heimsálfum; Evrópu í norðri, Asíu í austri og Afríku í suðri. Hafið er 2.5 milljón ferkílómetra að flatarmáli.

Nafnið Miðjarðarhaf kemur úr latínu mediterraneus (medius, miðja + terra, jörð). Rómverjar kölluðu það Mare Nostrum („okkar haf“).

Grikkir og Gyðingar til forna nefndu Miðjarðarhafið bara Hafið, þar sem það var eina heimshafið sem þeir þekktu á þeim tíma.

Saxar og Englar kölluðu það Wendelsæ („haf vandala“).

Landafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Miðjarðarhafið tengist Atlantshafi um Gíbraltarsund í vestri og Marmarahafi og Svartahafi um Bosporussund og Dardanellasund í austri. Súesskurðurinn, sem liggur gegnum Súeseiðið í Egyptalandi, tengir Miðjarðarhaf við Rauðahaf.

Í hafinu er gríðarlegur fjöldi eyja. Meðal þeirra stærstu eru:

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy