Fara í innihald

Kelvin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Umbreytingarformúlur
Úr í Formúla
Kelvin Fahrenheit °F = K · 1,8 – 459,67
Fahrenheit kelvin K = (°F + 459,67) / 1,8
Kelvin celsíus °C = K – 273,15
Celsíus Kelvins K = °C + 273,15
1 K = 1 °C og 1 K = 1,8 °F

Kelvin er SI-mælieining fyrir hita og ein af sjö grunneiningum SI-kerfisins, táknuð með K. Er skilgreind út frá núllpunkti sínum sem samsvarar alkuli og einu kelvin sem er er 1/273,16 af þrípunkti vatns.

Hitamælir kvarðaður bæði kelvin og gráður á Celsíus.

Einingin var kynnt til sögunnar árið 1954 á 10. fundi Conférence Générale des Poids et Mesures (samþykkt 3, CR 79) hún er nefnd eftir breska eðlis- og verkfræðingnum William Thomson, fyrsta Baron af Kelvin.

Celsíuskvarðinn er nú skilgreindur út frá kelvin, en 0 °C samsvara 273,15 kelvin, sem aftur er bræðslumark vatns við staðalaðstæður.

Orðið kelvin sem SI-eining er skrifað með litlum staf nema í byrjun setningar, táknið K er þó ávallt hástafur og aldrei skáletrað, bil er á milli tölunnar og táknsins líkt og með aðrar SI-einingar. Ekki er talað um „gráður á kelvin“ né heldur er gráðumerkið notað, þetta stafar af því að kelvin er, ólíkt Fahrenheit og Celsíus, mælieining en ekki kvarði. Þó var skrifað „gráður á Kelvin“ og „°K“ frá því einingin var upprunalega kynnt til sögunnar árið 1954 þar til árið 1967 þegar því var breytt á 13. fundi CGPM (samþykkt 3, CR 104).

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy