Fara í innihald

Fáni Ástralíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Ástralíu

Fáni Ástralíu er þjóðfáni Ástralíu, hann er blár með fána Bretlands í efri stangarreit eins og margir fánar fyrrverandi nýlendna Breta (sem er kallað Blái hakafáninn (enska: Blue Ensign)). Í neðri stangarreit er sjöarma stjarna, Samveldisstjarnan, þar sem 6 armanna tákna upprunaleg fylki Ástralíu en sá sjöundi svæðin og fylki sem kunna að verða til í framtíðinni. Á hinum helming fánans er svo tákn fyrir suðurkrossinn. Fáninn var sameining fjögurra svipaðra vinningstillagna í hönnunarkeppni þjóðfána fyrir Ástralíu árið 1901 þegar hún sameinaðist í eitt ríki. Fáninn varð þó ekki opinber þjóðfáni fyrr en árið 1953.

Fleiri fánar en þessi eru opinberir fánar Ástralíu, alls eru þeir 26. Þeirra á meðal er fáni frumbyggja Ástralíu og fáni Torressunds eyjaskeggja.

pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy