Chris O'Donnell
Chris O'Donnell | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Christopher Eugene O'Donnell 26. júní 1970 |
Ár virkur | 1986 - |
Helstu hlutverk | |
G. Callen í NCIS: Los Angeles Buddy Threadgoode í Fried Green Tomatoes Charlie Simms í Scent of a Woman Robin í Batman Forever og Batman & Robin |
Chris O'Donnell (fæddur Christopher Eugene O'Donnell, 26. júní 1970) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS: Los Angeles, Batman Forever og Batman & Robin.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]O'Donnell fæddist í Winnetka, Illinois og er af írskum og þýskum ættum. Hann er yngstur af sjö systkinum og var alinn upp í kaþólskri trú. Stundaði nám við Boston College og útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í markaðsfræði. O'Donnell byrjaði sem módel aðeins þrettán ára og kom fram í auglýsingum fyrir McDonalds og á móti Michael Jordan.
O'Donnell giftist Caroline Fentress árið 1997 og saman eiga þau fimm börn.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]O'Donnell lék í tveimur leikritum árið 2002, The Man Who Had All the Luck og Short Talks on the Universe.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk O'Donnell var árið 1986 í Jack and Mike. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: The Practice, Two and a Half Men og Grey's Anatomy. Árið 2009 var O'Donnell boðið aðalhlutverkið í NCIS: Los Angeles sem NCIS alríkisfulltrúinn G. Callen.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Þegar O'Donnell var 17 ára var honum boðið hlutverkið í Men Don't Leave, þar sem hann lék son Jessicu Lange. Lék hann síðan í kvikmyndum á borð við Fried Green Tomatoes, School Ties og Scent of a Woman á móti Al Pacino.
O'Donnell lék D'Artagnan í The Three Musketeers árið 1993, á móti Kiefer Sutherland, Oliver Platt og Charlie Sheen.
Árið 1995 var hann boðið hlutverk Robin í Batman Forever sem hann endurtók í Batman & Robin. Síðan þá hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: The Bachelor, Vertical Limit, The Sisters og Max Payne.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1990 | Men Don´t Leave | Chris Macauley | |
1991 | Fried Green Tomatoes | Buddy Threadgoode | |
1992 | School Ties | Chris Reece | |
1992 | Scent of a Woman | Charlie Simms | |
1993 | The Three Musketeers | D´Artagnan | |
1994 | Blue Sky | Glenn Johnson | |
1995 | Circle of Friends | Jack Foley | |
1995 | Mad Love | Matt Leland | |
1995 | Batman Forever | Robin Dick Grayson |
|
1996 | The Chamber | Adam Hall | |
1996 | In Love and War | Ernest ´Ernie´ Hemingway | |
1997 | Batman & Robin | Robin Dick Grayson |
|
1999 | Cookie´s Fortune | Jason Brown | |
1999 | The Bachelor | Jimmie Shannon | |
2000 | Vertical Limit | Peter Garrett | |
2002 | 29 Palms | Leigumorðingji | |
2004 | Kingsey | Wardell Pomeroy | |
2005 | The Sisters | David Turzin | |
2008 | Kit Kittredge: An American Girl | Jack Kittredge | |
2008 | Max Payne | Jason Colvin | |
2010 | A Little Help | Bob | |
2010 | Cats & Dogs: The Revenge of Kitty Galore | Shane | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1986 | Jack and Mike | Evan | Þáttur: Cry Uncle |
2003 | The Practice | Brad Stanfield | 4 þættir |
2004 | The Amazing Westermans | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2004 | Two and a Half Men | Bill Jill |
Þáttur: An Old Flame with a New Wick |
2005 | Head Cases | Jason Payne | 2 þættir |
2006 | Grey's Anatomy | Dr. Finn Danbridge | 9 þættir |
2007 | The Company | Jack McCauliffe | 6 þættir |
2009 | NCIS | G. Callen | 2 þættir |
2009-2023 | NCIS: Los Angeles | G. Callen | 55 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Blockbuster Entertainment-verðlaunin
- 1998: Verðlaun sem besti aukaleikari í vísindamynda fyrir Batman & Robin.
Chicago Film Critics Association-verðlaunin
- 1993: Verðlaun sem rísandi leikari fyrir Scent of a Woman.
Golden Globes-verðlaunin
- 1993: Tilnefndur sem besti aukaleikari í kvikmynd fyrir Scent of a Woman.
Razzie-verðlaunin
- 1998: Tilnefndur sem versta parið í kvikmynd fyrir Batman & Robin með George Clooney.
- 1998: Tilnefndur sem versti aukaleikari í kvikmynd fyrir Batman & Robin.
- 1994: Tilnefndur sem versti aukaleikari í kvikmynd fyrir The Three Musketeers.
ShoWest Convention
- 1994: Verðlaun sem rísandi stjarna morgundagsins.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Chris O'Donnell“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8.október 2011.
- Chris O'Donnell á IMDb
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Chris O'Donnell á IMDb
- http://www.cbs.com/shows/ncis_los_angeles/cast/36192/?pg=1 Chris O'Donnell á NCIS: Los Angeles heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni
- http://www.ibdb.com/person.php?id=87916 Chris O'Donnell á Internet Broadway Databese heimasíðunni