Fara í innihald

Ba'athismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einn af upphafsmönnum ba'athisma, Zaki al-Arsuzi.

Ba'athismi er arabísk þjóðernissinnuð hugmyndafræði sem gengur út á stofnun sameinaðs arabísks ríkis undir stjórn framvarðarflokka. Hugtakið البعثية‎‎ ba'ath merkir „endurreisn“. Upphafsmenn stefnunnar voru sýrlensku menntamennirnir Zaki al-Arsuzi, Michel Aflaq og Salah al-Din al-Bitar sem voru undir áhrifum frá Uppreisn Araba gegn Tyrkjaveldi (1916-1918). Stefnan gengur út á endurreisn arabískrar menningar, gilda og samfélagsgerðar. Stefnan hafnar fjölhyggju og gerir ráð fyrir flokksræði.

Ba'athismi er veraldleg stjórnmálastefna sem byggist á arabískri þjóðernishyggju, arabískum sósíalisma, arabisma og framfarahyggju.

Ba'ath-flokkurinn var stofnaður árið 1947. Ba'athismi varð ríkjandi hugmyndafræði í Sýrlandi og Írak eftir valdarán 1963 og 1968. Stjórn Ba'ath-flokksins í þessum löndum einkenndist af gerræði og síðar einræði þeirra Hafez al-Assad í Sýrlandi og Saddam Hussein í Írak. Ba'ath-flokkurinn var bannaður í Írak af hernámsliðinu eftir innrásina í Írak 2003.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy