4. mars
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
4. mars er 63. dagur ársins (64. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 302 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1152 - Friðrik barbarossa („rauðskeggur“) eða Friðrik 1. var kjörinn konungur Þýskalands í Frankfurt.
- 1213 - Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur fór að Hrafni Sveinbjarnarsyni á Eyri við Arnarfjörð og lét hálshöggva hann. Sturla Bárðarson, systursonur Snorra Sturlusonar, var fóthöggvinn.
- 1461 - Rósastríðið: Jórvíkurhertoginn hertók London og lýsti sjálfan sig Játvarð 4. Englandskonung.
- 1519 - Hernán Cortés lenti við Veracruz á Júkatanskaga í Mexíkó.
- 1629 - Massachusettsflóanýlendan fékk konungsleyfi.
- 1653 - Fyrsta stríð Englands og Hollands: Orrustan við Leghorn fór fram við Livorno á Ítalíu.
- 1662 - Fjórtán menn drukknuðu þegar tveir áttæringar í eigu konungs fórust á Lambastaðaröst.
- 1665 - Annað stríð Englands og Hollands hófst.
- 1789 - Stjórnarskrá Bandaríkjanna tók formlega gildi.
- 1805 - Thomas Jefferson tók við embætti forseta Bandaríkjanna.
- 1857 - James Buchanan var settur í embætti forseta Bandaríkjanna.
- 1861 - Abraham Lincoln varð sextándi forseti Bandaríkjanna.
- 1877 - Emile Berliner fann upp hljóðnemann.
- 1897 - William McKinley tók við af Grover Cleveland sem forseti Bandaríkjanna.
- 1936 - Zeppelinloftfarið Hindenburg flaug sitt fyrsta reynsluflug.
- 1945 - Finnland sagði Þýskalandi stríð á hendur.
- 1955 - Armed Forces Radio and Television Service Keflavik fékk heimild íslenskra stjórnvalda til sjónvarpsútsendinga.
- 1964 - Hljómar frá Keflavík slógu í gegn á fyrstu bítlatónleikum á Íslandi, sem haldnir voru í Háskólabíói. Fjórar aðrar hljómsveitir komu fram á þessum tónleikum.
- 1968 - Fyrsta leikritið sem sett var upp sérstaklega fyrir sjónvarp á Íslandi var sent út. Það var verkið Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson.
- 1971 - Íslendingar keyptu uppstoppaðan geirfugl á uppboði í London. Safnað hafði verið fyrir fuglinum um allt land fyrir uppboðið.
- 1971 - Siglingafélagið Ýmir var stofnað í Kópavogi.
- 1976 - Stjórnarskrárþing Norður-Írlands var leyst upp og við tók bein stjórn breska þingsins.
- 1977 - 1500 manns fórust í jarðskjálfta á Balkanskaga.
- 1979 - Voyager 1 náði fyrstu myndunum af hringjum Júpíters.
- 1980 - Robert Mugabe var kjörinn forsætisráðherra Simbabve.
- 1983 - Menningarmiðstöðin Gerðuberg var opnuð í Breiðholtshverfi í Reykjavík.
- 1986 - Breska dagblaðið Today hóf göngu sína.
- 1989 - Bandarísku fjölmiðlafyrirtækin Time Inc. og Warner Communications sameinuðust í Time Warner.
- 1992 - Hæstiréttur Alsír bannaði Íslömsku frelsisfylkinguna.
- 1992 - Þættirnir Ævintýri Indiana Jones hófu göngu sína á ABC.
- 1993 - Ökumaður bílsins sem sprakk undir World Trade Center, Mohammed A. Salameh, var handtekinn af Bandarísku alríkislögreglunni.
- 1996 - 32 létust í tveimur sjálfmorðssprengjuárásum í Ísrael. Hamassamtökin lýstu ábyrgð á hendur sér en Yasser Arafat fordæmdi þær í sjónvarpsávarpi.
- 1997 - Bill Clinton bannaði alríkisstyrki til rannsókna á klónun manna.
- 2000 - PlayStation 2 kom fyrst út í Japan.
- 2001 - Hintze Ribeiro-slysið: Gömul steinsteypt brú í Entre-os-Rios, Portúgal, hrundi með þeim afleiðingum að 59 létust.
- 2005 - Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands sameinuðust undir merkjum þess fyrrnefnda.
- 2007 - Í þingkosningum í Eistlandi var í fyrsta sinn hægt að kjósa á netinu.
- 2009 - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gaf út handtökutilskipun á Omar al-Bashir, forseta Súdan, vegna glæpa gegn mannkyni í Darfúr.
- 2010 - Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 mældist sunnan við Taívan.
- 2018 - Rússneski fyrrum leyniþjónustumaðurinn Sergej Skripal varð ásamt dóttur sinni fyrir eitrun vegna taugaeitursins Novitsjok á heimili sínu í Salisbury á Englandi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1188 - Blanka af Kastilíu, Frakklandsdrottning, kona Loðvíks 8. (d. 1252).
- 1394 - Hinrik sæfari, prins af Portúgal (d. 1460).
- 1610 - William Dobson, enskur listmálari (d. 1646).
- 1678 - Antonio Vivaldi, ítalskt tónskáld (d. 1741).
- 1769 - Múhameð Alí Pasja, landstjóri Egyptalands (d. 1849).
- 1793 - Karl Lachmann, þýskur fornfræðingur (d. 1851).
- 1798 - Sigurður Breiðfjörð, íslenskt skáld (d. 1846).
- 1852 - Kristján Jónsson, dómstjóri og ráðherra (d. 1926).
- 1876 - Ásgrímur Jónsson, íslenskur listmálari (d. 1958).
- 1910 - Tancredo Neves, brasilískur stjórnmálamaður (d. 1985).
- 1930 - Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri Kópavogs (d. 1980).
- 1935 - Bent Larsen, danskur stórmeistari í skák (d. 2010).
- 1943 - Lucio Dalla, ítalskur söngvari og tónlistarmadur (d. 2012).
- 1950 - Guðni Baldursson, fyrsti formaður Samtakanna '78 (d. 2017).
- 1951 - Kenny Dalglish, skoskur knattspyrnumaður og þjálfari.
- 1952 - Umberto Tozzi, ítalskur tónlistarmadur.
- 1954 - Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands.
- 1959 - Þorfinnur Guðnason, íslenskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2015).
- 1960 - John Mugabi, boxari frá Uganda.
- 1963 - Jason Newsted, bandarískur bassaleikari (Metallica).
- 1965 - Khaled Hosseini, afganskur rifhöfundur, (Flugdregahlauparinn og Þúsund bjartar sólir).
- 1966 - Pétur Gautur, íslenskur myndlistarmaður.
- 1966 - Dav Pilkey, bandarískur rithöfundur.
- 1968 - Patsy Kensit, bresk leikkona og söngkona.
- 1968 - Kýríakos Mítsotakís, forsætisráðherra Grikklands.
- 1969 - Heimir Guðjónsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Jos Verstappen, hollenskur ökuþór.
- 1974 - Ariel Ortega, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Landon Donovan, bandarískur knattspyrnumaður.
- 1984 - Tamir Cohen, ísraelskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Tom De Mul, belgískur knattspyrnumaður.
- 1988 - Adam Watts, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 561 - Pelagíus 1. páfi.
- 1213 - Hrafn Sveinbjarnarson, höfðingi Seldæla, veginn á heimili sínu á Eyri við Arnarfjörð.
- 1371 - Jóhanna d'Évreux, Frakklandsdrottning, þriðja kona Karls 4. (f. 1310).
- 1484 - Heilagur Kasimír, prins af Póllandi (f. 1458).
- 1496 - Sigmundur erkihertogi af Austurríki (f. 1427).
- 1615 - Hans von Aachen, hollenskur listmálari (f. 1552).
- 1619 - Anna af Danmörku, drottning Jakobs 1. (f. 1574).
- 1829 - Grímur Jónsson Thorkelín, íslenskur sagnfræðingur (f. 1752).
- 1921 - Gunnar Thorsteinsson, íslenskur knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1894).
- 1941 - Ludwig Quidde, þýskur stjórnmálamaður (f. 1858).
- 1948 - Antonin Artaud, franskur leikstjóri (f. 1896).
- 1974 - Guðni Jónsson, íslenskur sagnfræðingur (f. 1901).
- 1977 - Lutz Schwerin von Krosigk, þýskur stjórnmálamaður (f. 1887).
- 1994 - John Candy, bandarískur leikari (f. 1950).
- 2011 - Johnny Preston, bandarískur söngvari (f. 1939).
- 2013 - Seki Matsunaga, japanskur knattspyrnumaður (f. 1928).
- 2020 – Javier Pérez de Cuéllar, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna (f. 1920).