Fara í innihald

Oregon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Oregon
Fáni Oregon (að framan)
Fáni Oregon (að aftan)
Opinbert innsigli Oregon
Viðurnefni: 
The Beaver State
Kjörorð: 
Alis volat propriis (latína)
(enska: She flies with her own wings)
Oregon merkt inn á kort af Bandaríkjunum
Staðsetning Oregon í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki14. febrúar 1859; fyrir 165 árum (1859-02-14) (33. fylkið)
HöfuðborgSalem
Stærsta borgPortland
Stærsta sýslaMultnomah
Stjórnarfar
 • FylkisstjóriTina Kotek (D)
 • VarafylkisstjóriLaVonne Griffin-Valade (D)
Þingmenn
öldungadeildar
  • Ron Wyden (D)
  • Jeff Merkley (D)
Þingmenn
fulltrúadeildar
Flatarmál
 • Samtals254.806 km2
 • Land248.849 km2
 • Vatn6.177 km2  (2,4%)
 • Sæti9. sæti
Stærð
 • Lengd580 km
 • Breidd640 km
Hæð yfir sjávarmáli
1.000 m
Hæsti punktur3.428,8 m
Lægsti punktur0 m
Mannfjöldi
 (2023)[1]
 • Samtals4.233.358
 • Sæti27. sæti
 • Þéttleiki15/km2
  • Sæti39. sæti
Heiti íbúaOregonian
Tungumál
 • Opinbert tungumálEkkert
Tímabelti
Mest af fylkinuUTC−08:00 (PST)
 • SumartímiUTC−07:00 (PDT)
Meirihluti Malheur-sýsluUTC−07:00 (MST)
 • SumartímiUTC−06:00 (MDT)
Póstnúmer
OR
ISO 3166 kóðiUS-OR
StyttingOre.
Breiddargráða42°N til 46°18'N
Lengdargráða116°28'V til 124°38'V
Vefsíðaoregon.gov

Oregon er fylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Fylkið liggur að Washington í norðri, Idaho í austri, Nevada og Kaliforníu í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Það er 9. stærsta fylki Bandaríkjanna eða 248.849 km2.

Salem er höfuðborg Oregon, en stærsta borg fylkisins er Portland. Eugene er þriðja stærsta borgin. Borgir þessar eru í Willamette-dal þar sem 70% íbúa fylkisins búa. Um 4,2 milljón manns býr í Oregon (2020).

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Svæðið sem nú er Oregon er talið hafa verið byggt mönnum í um 15.000 ár líkt hellaristur úr Fort Rock hellinum hafa sýnt. Síðar könnuðu Evrópumenn svæðið og voru Spánverjar fyrstir á 16 öld. Bretinn James Cook kannaði Kyrrahafsströndina árið 1778. Árið 1859 varð Oregon fylki í Bandaríkjunum.

Náttúrufar

[breyta | breyta frumkóða]

Fossafjöll liggja í gegnum fylkið og hefur að geyma eldkeilur. Mount Hood er hæsta fjallið eða 3425 metrar að hæð. Columbia-fljót myndar hluta nyrðri landamæri fylkisins. Um 48 % fylkisins er skógi vaxið. Áberandi trjátegundir eru degli, ponderosafura og risalífviður, marþöll og fjallaþöll.

Mörg villt spendýr lifa í Oregon. Meðal annars birnir, elgir, úlfar, fjallaljón, rauðrefir, íkornar, bjórar og þvottabirnir. Crater Lake National Park er eini þjóðgarðurinn.

Vesturhluti Oregon er í meira mæli frjálslyndur og vinstrisinnaður á meðan íbíar vestan Fossafjalla eru hægrisinnaðir. Marijúana er löglegt og neysluskammtar fyrir harðari efni ekki refsiverðir. Beint líknardráp var lögleitt árið 1994 í ríkinu (Death with Dignity Act). Dauðarefsing hefur ekki verið notuð þar síðan 1997.

70% íbúa býr í Willamette-dalnum. Timburiðnaður og laxveiði eru mikilvægar atvinnugreinar. Um 78% íbúa eru hvítir, 12% mið- og suður- amerískir, 2% svartir, 4% asískir og 1% frumbyggjar.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Portland Trail Blazers er körfuboltalið í NBA-deildinni og Portland Timbers knattspyrnulið í MLS-deildinni.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Annual Estimates of the Resident Population for the United States“. census.gov. 12. desember 2023. Sótt 21. febrúar 2024.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy