Content-Length: 67690 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Ind%C3%B3

Indó - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Indó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
indó
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 19. september 2018
Stofnandi Haukur Skúlason

Tryggvi Björn Davíðsson

Staðsetning Reykjavík, Ísland
Lykilpersónur Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri

Tryggvi Björn Davíðsson, stofnandi

Starfsemi Bankastarfsemi
Vefsíða www.indo.is

Indó sparisjóður hf. (stílsett sem indó) er íslenskur sparisjóður sem býður upp á bankaþjónustu fyrir einstaklinga. Þjónusta sparisjóðsins fer að mestu leyti í gegnum smáforrit, þar sem einstaklingar geta stofnað til viðskipta. Meðal þjónustu sem sparisjóðurinn býður upp á eru debetreikningar, VISA-debetkort, sparnaðarreikningar („sparibaukar“) og lán.[1]

Sparisjóðurinn er sá fyrsti og eini sem stofnaður er frá grunni á Íslandi frá árinu 1991, en stofnendur sjóðsins eru Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson. Sjóðurinn hefur verið nefndur sem „áskorendabanki“, en yfirlýst markmið hans er að veita hefðbundnu viðskiptabönkunum samkeppni með því að rukka ekki gengisálag eða færslugjöld á debetkortum, ásamt því að bjóða hagstæða innlánsvexti.[2]

Sparisjóðurinn var stofnaður þann 19. september 2018, og opnaði fyrir lokuðum hópi prófara í ágúst 2022.[3][4] Þann 30. janúar 2023 var opnað fyrir þjónustu til almennings, og gátu þá einstaklingar á íslandi stofnað til viðskipta og opnað debetreikninga og debetkort hjá sjóðnum.[5]

Í lok maí 2023 hóf indó að bjóða upp á óbundna sparnaðarreikninga sem markaðsettir eru sem „sparibaukar“. Fyrrihluta árs 2024 bættust útlan við þjónustuframboð sparisjóðsins í formi yfirdráttar og svokallaðra „fyrirframgreiddra launa“.[6] Yifrdráttarvextir sparisjóðsins eru sambærilegir þeim sem bjóðast hjá viðskiptabönkunum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „indó“. www.indo.is. Sótt 30. júlí 2024.
  2. Hlynsdóttir, Erla (13. mars 2023). „Engin breyting á færslugjöldum bankanna“. Heimildin. Sótt 30. júlí 2024.
  3. „indó sparisjóður hf. (4110180400)“. Skatturinn - skattar og gjöld. Sótt 30. júlí 2024.
  4. „Þúsund manns komin með indó reikning“. www.vb.is. Sótt 30. júlí 2024.
  5. „Indó opnar í dag“. www.vb.is. Sótt 30. júlí 2024.
  6. „Sækja inn á út­lána­markað“. www.vb.is. Sótt 30. júlí 2024.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Ind%C3%B3

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy