1791
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1791 (MDCCXCI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Sveinn Pálsson fékk þriggja ára ferðastyrk frá danska náttúruvísindafélaginu til að fara til Íslands og stunda rannsóknir.
- Næturvörður skipaður í Reykjavík.
- Magnús Ólafsson varð lögmaður sunnan og austan.
- Ólafur Stephensen varð amtmaður í Suðuramti.
- Stefán Þórarinsson amtmaður stofnaði Hið norðlenska lestrarfélag, undanfara Amtsbókasafnsins á Akureyri.
- 31. desember - Skólapiltar í Hólavallarskóla héldu fyrstu áramótabrennu sem vitað er um með vissu á Íslandi.
Fædd
- 24. febrúar - Sveinbjörn Egilsson, rektor, skáld og þýðandi (d. 1852).
- 31. mars - Páll Melsteð, amtmaður, sýslumaður og alþingismaður (d. 1861).
Dáin
- 9. mars - Björn Markússon, lögmaður sunnan og austan (f. 1716).
- 2. ágúst - Gunnar Pálsson, prestur, fræðimaður og skáld (f. 1714).
- 11. september - Jón Steingrímsson eldklerkur á Prestbakka (f. 1728)
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 4. mars - Vermont varð 14. fylki Bandaríkjanna.
- 20. júní - Loðvík 16. Frakkakonungur reyndi að flýja með fjölskyldu sína frá París. Þau náðust í Varennes.
- 21. ágúst – Haítíska byltingin braust út.
- 29. ágúst - HMS Endeavor, skip James Cook, strandaði á Kóralrifinu mikla undan strönd Ástralíu.
- 5. september - Fyrstu heimildir um hafnabolta í Massachusetts.
- 9. september - Washington, D.C. fékk nafn sitt eftir George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna.
- 13. september - Loðvík 16. samþykkir lokagerð stjórnarskrár Frakklands.
- 30. september - Töfraflautan eftir Wolfgang Amadeus Mozart var frumsýnd í Vínarborg.
- 4. nóvember - Bandaríkjamenn biðu sinn versta ósigur í stríði við frumbyggja landsins í Ohio; 630 hermenn létust og hundruðir borgara.
- 4. desember - Fyrsta tölublað The Observer, fyrsta sunnudagsblaðs í heimi, kom út.
- Metrakerfið var tekið upp í Frakklandi.
- Hollenska Vestur-Indíafélagið aflagðist.
Fædd
- 10. febrúar - Francesco Hayez, ítalskur listmálari (d. 1882).
- 23. apríl - James Buchanan, 15. forseti Bandaríkjanna (d. 1868).
- 27. apríl - Samuel Morse, bandarískur uppfinningamaður (d. 1872).
- 26. desember - Charles Babbage, enskur stærðfræðingur (d. 1871).
- 14. desember - Johan Ludvig Heiberg, danskt skáld og leikskáld (d. 1860).
Dáin
- 2. mars - John Wesley, enskur stofnandi meþódistakirkjunnar (f. 1703).
- 5. desember - Wolfgang Amadeus Mozart, austurrískt tónskáld (f. 1756).