Content-Length: 67750 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Gallr%C3%A1s

Gallrás - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Gallrás

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gallrás er ein eða margar rásir sem flytja gall. Gall er nauðsynlegt við meltingu fæðu og það er framleitt í lifrinni

Ef gallrás er stífluð vegna krabbameins, gallsteina eða áverka og gall getur ekki borist til skeifugarnar þá safnast gallrauði (bilirubin) sem er virka efnið í galli fyrir í blóðinu. Þetta ástand er kallað gula og húð og augu verða gul vegna gallrauðans í blóði. Þessu getur fylgt mikill kláði. Í sumum tilvikum af gulu getur þvag orðið dökkt á lit en hægðir mun ljósari á lit en ella. Þetta stafar af því að gallrauði í blóðrásinni er skilinn út í þvagi af nýrum í stað þess að fara venjulega leið gegnum þarma.

Briskrabbamein veldur því oft að gallrás stíflast þar sem krabbameinsæxlið er og veldur þannig gulu.









ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Gallr%C3%A1s

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy